3. Að flytja persónulegu sögu sína

Inngangur

Sem fólk höfum við öll upplifað erfiðleika í lífi okkar - mistök, sambandsslit, átök o.s.frv. Það eru sumir sem hafa glímt við geðheilbrigðisvandamál, aðrir sem hafa tekist á við missi ástvinar, vandamál í vinnunni eða líkamleg vandamál. Þó sögur okkar séu allar ólíkar hafa þær allar eðlislægt og óumdeilanlegt gildi; það er eitthvað að læra af hverjum og einum. 

 

Í þessum kafla munum við gefa þér verkfæri og hugmyndir um hvernig þú getur orðað þína eigin sögu og hvernig á að nota þá sögu til að hvetja og styðja aðra. Þetta getur verið frekar krefjandi, þar sem það krefst þess að þú vinnur og deilir hlutum úr lífi þínu sem þú hefur kannski ekki deilt áður.

3.1 Hvað er batasaga?

Batasaga er saga um persónulega baráttu sögumannsins sjálfs og sem mikilvægara er, hvernig þeim hefur tekist að sigrast á við hindranir eða takast á við erfiðleika. Batasögur eru mikið notaðar í meðferð og 12 spora samtökum til að hjálpa fólki að vinna í gegnum og velta fyrir sér atburðum í lífi sínu sem hafa valdið því sársauka og hvað það hefur lært af því.


Lengd og innihald batasögu fer að miklu leyti eftir tilgangi hennar: ef hún er tæki fyrir manneskjuna sjálfa til að rifja upp og sjá hversu mikið hún hefur stækkað, getur hún verið eins löng og ítarleg og viðkomandi vill, farið í smáatriði um ákveðnar minningar eða aðeins að gefa útlínur af því sem hún hefur gengið í gegnum. Þegar ætlunin er að deila batasögunni með öðrum (svokölluð opinber batasaga) skiptir uppbygging hennar, svið og orðalag máli: í þessu tilviki er batasögunni ætlað að skilja eftir vonar tilfinningu hjá hlustendum, gagnlegar upplýsingar eða skilaboð fyrir þá að íhuga. Þessar almennu batasögur um að sigrast á erfiðleikum einblína meira á batahluta batagöngu okkar til að hvetja aðra til að finna þær upplýsingar og hjálp sem þeir gætu þurft. 

 

Mikilvægasta spurningin í þessum kafla er eftirfarandi: hver er boðskapurinn sem þú vilt að aðrir taki frá sögu þinni?

3.2 Hvernig veit ég að ég sé tilbúinn að deila minni batasögu?

Fræðilega séð virðist það vera auðvelt verkefni að opna Word skjal eða finna pappír og penna til að skrifa um erfiðleikana sem þú hefur gengið í gegnum, en í raun og veru er það oft frekar flókið. Persónulegar hugsanir, tilfinningar og gjörðir eru virkilega erfitt að setja niður í orð, jafnvel enn frekar, þegar þú ert að reyna að skrifa um erfiðustu augnablikin í lífi þínu. 

Spurningarnar sem þú gætir spurt sjálfan þig til að staðfesta hvort þú sért tilbúinn til að skrifa batasögu þína eru þessar: 

  1. Ertu komin á þann stað þannig að þegar þú hugsar um baráttu þína þá vekur það ekki upp sterkar neikvæðar tilfinningar. 
  2. Trúir þú á bata þinn?

Ef þú hefur svarað „nei“ við annarri af þessum spurningum gæti það ekki verið besta æfingin fyrir þig að skrifa reynslusögu þína að þessu stöddu. Hættan við að reyna að safna saman sögunni þinni áður en þú hefur náð þeim stað að þessar minningar eru hættar að valda þér sársauka er möguleiki á að festast í tilfinningunum sem fylgja upplifunum þínum. Þegar þessar tilfinningar eru enn óunnar og ekki nægur tími liðinn frá atburðum sem þú vilt ræða í sögu þinni er auðvelt að festast í reiði, vanlíðan og vonleysi sem þú gætir hafa fundið fyrir og það getur verið erfitt að snúa aftur til líðandi stundar. Ef þú reynir að skrifa batasögu þína og finnur sjálfa þig að endurupplifa baráttuna sem þú hefur gengið í gegnum, þá er best að leggja hana til hliðar í bili og einbeita þér að núinu, áhugamálum, fólki og athöfnum sem láta þér líða betur. 

Mundu að hversu tilbúinn þú ert til að deila sögu þinni mun breytast og vaxa. Fyrir alla möguleika á að deila skaltu athuga innra með sjálfri þér sem fyrsta skref. Notaðu tvær fyrri spurningarnar og skoðaðu líka almenna líðan þína. (Þú getur líka fundið gagnlegt efni fyrir það í kafla okkar um sjálfumhyggju). Ef þú ert yfirbugaður og í erfiðleikum getur verið gott að draga þig í hlé - líka frá því að deila sögu þinni. Að deila reynslu þinni opnar alltaf dyrnar fyrir einhverri berskjöldun, til dæmis - fólk sem spyr um erfið efni og að svara þessum spurningum er miklu auðveldara í góðu hugarástandi. 

3.3 Hvernig á að skrifa persónulega batasögu?

Til þess að hjálpa þér að skipuleggja batasögu þína höfum við þrjár æfingar sem draga fram ýmsar hliðar upplifun þinnar og bjóða upp á leiðir til að mynda heildstæða og fágaða sögu um bata þinn. Best væri að gera æfingarnar í þeirri röð sem þær eru settar fram og gefa sér góðan tíma til að slaka á og einbeita sér að þeim.

Æfing 1:

Kannski er auðveldasta leiðin til að segja sögu að byrja frá upphafi og fara þaðan. Í þessari æfingu hefurðu tækifæri til að búa til þína eigin tímalínu með bæði jákvæðum og neikvæðum atburðum sem hafa haft áhrif á líf þitt. Línurit eins og það sem hér er sýnt er ein auðveldasta leiðin til að rifja upp öll mismunandi þáttaskil og meta í hvaða röð þau áttu sér stað og hvaða áhrif þau höfðu á þig. Eftir að þú hefur teiknað upp þína eigin batatímalínu geturðu skrifað niður fyrstu drög að sögu, notað tímamótin til að gera grófar útlínur og fyllt út.

It’s usually most convenient to use a pencil and paper for this exercise, but if you wish, you can use our template on Canva (link). 

Recovery timeline_ENG (2)

Æfing 2:

Eftir að hafa lokið fyrstu æfingunni er gróflega hægt að finna tímabilin á ævinni og með þessari æfingu erum við að kafa dýpra í erfiðleikana sjálfa og ferðalag okkar eða batann. Þetta getur verið sérstaklega gagnlegt ef þú vilt einbeita þér að auðsjáanlegri krísu, en jafnvel þeir sem eiga í flóknari baráttu njóta góðs af þessari aðferð til að greina mismunandi stig krísunnar.

Sem viðmiðunarramma snúum við okkur að sálfræðilegu líkani sem Elizabeth Kübler-Ross hefur þróað til að útskýra stig þess að ganga í gegnum miklar breytingar. Ef þú lagar þetta að batasögu þinni, þá eru nokkur atriði til viðbótar sem þú gætir velt fyrir þér: eru aðrir punktar sem þú myndir bæta við krísuástand þitt? Voru einhver atriði þegar þú upplifðir rugling, óvissu, hjálparleysi eða dofa? Var bati þinn studdur af viðurkenningu, utanaðkomandi aðstoð, lærdómi eða tilraunum? Er einhver ný færni, hugmyndir eða sjálfstraust sem þú fékkst út úr þessari krísu?

Here is another, more minimalistic graph that may support you in this exercise: 

Æfing 3:

Þriðja æfingin er innblásin af Marshall Ganz og þríþættri opinberri frásagnargerð hans sem kallast Story of Self—Story of Us—Story of Now.heimild)

Þessi þríþætta uppbygging getur verið sérstaklega gagnleg fyrir þær aðstæður, þar sem við erum að deila batasögum okkar með breiðari hópi (frekar en undir fjögur augu) - til dæmis á geðheilbrigðis viðburði, vinnustofu eða á meðan við deilum okkar sögu í myndbandi eða skrifum. 


Áður en þú byrjar á þessari æfingu skaltu hugsa um ímyndaðan áhorfendahóp sem þú vilt deila sögu þinni með. Áhorfendur sem þú vilt gefa smá von og hvatningu. Eru það jafningjar - fólk sem hefur svipaða reynslu og þú - eða kannski vinir þeirra, foreldrar, og/ eða félagar? Hvaða aldurshóp finnst þér þú tengja mest við? Eða viltu kannski beina sögu þinni að kennurum, félagsráðgjöfum eða öðru fagfólki sem gæti haft gagn af því að heyra reynslu þína til að vekja meiri vitund í starfi þeirra? Auðvitað gætir þú búið til margar sögur út frá reynslu þinni fyrir marga mismunandi áhorfendur, en veldu einn hóp fyrir þessa æfingu. 

Story of Me-Us-Now (3)

The third exercise consists of three parts (elements) that are shown on the image. 

 

Sagan af mér

Fyrsti þátturinn - „Saga af mér“ getur verið þétt útgáfa af sögunum sem þú hefur skrifað niður í síðustu tveimur æfingum. Það byrjar venjulega á einhverri kynningu á okkur sjálfum og segir söguna af því sem ég hef upplifað og hvað ég hef uppgötvað í gegnum það ferli. Þar sem þetta er æfing til að skrifa opinbera batasögu - sem ætlað er að deila - ætti meirihluti sögunnar að einbeita sér að „leiðinni upp aftur“ á fyrri línuritum: fólkinu, gjörðum, hugsunum og stuðningi sem hefur hjálpað okkur að jafna okkur. Sem þumalputtaregla - stefndu að því að að minnsta kosti helmingur sögunnar snúist að bata.

 

Fyrir þessa æfingu skaltu reyna að velja mikilvægustu punktana sem þú vilt deila úr fyrri æfingum. Þú gætir spurt - hvernig veit ég hvað er mikilvægt? Fyrir okkur sjálf, skiljanlega, eru allir punktar mikilvægir, þar sem þeir eru hluti af lífi okkar og sjálfsmynd. En hugsaðu þetta svona - hvað þarf örugglega að segja til að sagan sé skynsamleg og skiljist? Það eru oft nokkur atriði sem hægt er að láta ósögð eða aðeins minnast stuttlega á, en samt halda sögunni „fullkominni“ fyrir hlustandann.

Saga af okkur

Annar þátturinn - „Sagan af okkur“ er sá hluti sögunnar þar sem þú tengist einhverju víðara samfélagi. Oftast geta það verið jafningjar í svipaðri stöðu. Það segir frá því hvernig saga þín - reynsla þín, aðstæður, barátta og gildi - tengist stærra viðfangsefni „okkur“. Ganz minnir okkur á að við tökum þátt í mörgum “okkur”: fjölskyldu, samfélagi, trú, samtökum, starfsgrein, þjóð eða hreyfingu - og sagan um okkur tjáir gildin, reynsluna, deilt með “okkur” sem við vonumst til að tengjast á þeim tíma. 

 

Í þessum hluta sögunnar geturðu sagt frá hvatningu þinni: hvers vegna þú vilt deila reynslu þinni. Oft er það vegna þess að við höfum uppgötvað að það er til fólk eins og við; fólk sem getur fundið fyrir stuðningi við að heyra að það sé ekki eitt. Hér er tækifæri þitt til að ávarpa þá; að láta þá vita að þú veist að þeir eru ekki einir með upplifanir sínar. Það getur verið eins einfalt og það hljómar í líkingu við „Ég veit að það er til fólk sem líður svipað og mér leið,“ - bara tjáð með einlægum orðum frá þér sjálfum. 

Saga núsins

„Saga núsins“ er sá hluti þar sem þú kemur með skýran punkt; ákall til aðgerða og gefa hlustendum von. Hér er tækifærið þitt til að segja hlustendum þínum hvað þeir geta gert til að taka þátt í eigin batavinnu. Þú getur hugsað - hvað myndir þú vilja segja, sérstaklega við þá sem finna fyrir mikilli tengingu við „okkur“ sem lýst í síðasta þætti. Þetta er tækifæri til að koma á framfæri siðferði sögunnar, eða meira að segja, lykilatriðin sem þú vilt koma á framfæri.

Nú bjóðum við þér að gefa þér smá tíma og skrifa niður þína eigin sögu í þessari þriggja hluta uppbyggingu. Ekki hafa áhyggjur ef þér finnst sagan ekki verða fullkomin - eða hvergi nálægt því! Batasaga þín er alltaf að stækka og breytast. Þeas. þú heldur áfram að stækka og breytast, og sagan þín líka. Og í öðru lagi - sagan þín hefur tilhneigingu til að breytast svolítið við hverja frásögn og eftir áhorfendum.

Ef þú vilt sjá dæmi um batasögu sem notar þessa uppbyggingu, endilega skoðaðu eftirfarandi slóð: 

3.4 Hvað skal taka fram og hvað ekki í batasögu?

Til hamingju! Þú hefur nú skrifað niður fyrstu drög að þinni eigin batasögu. Vel gert! Sennilega hafa einhverjar spurningar skotið upp kollinum við skriftir; “Ætti ég að skrifa um eitthvað efni eða ekki? Er það viðeigandi? Hvaða orð ætti ég að nota?” Þetta eru allt mjög eðlilegar spurningar í þessu ferli. Það eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga þegar þú undirbýrð sögu til að deila með áhorfendum.

Hvað ætti að taka fram í batasögu og hvers vegna?

  • Lýstu tilfinningum, hugsanamynstri eða heimsmynd sem þú upplifðir á meðan þú upplifðir erfiðleika. Það er sérstaklega gagnlegt fyrir tvær mikilvægar tegundir hlustenda: 

    • Fyrir jafningja með svipaða reynslu gefur þetta oft þau skilaboð að hann sé ekki einn, hann sé ekki sá eini sem líður svona. 
    • Fyrir fólk sem hefur ekki upplifað eitthvað svipað öðlast það dýrmæta innsýn til að skilja þessa baráttu.  
  • Talaðu um hvernig þú ákvaðst að breyta aðstæðum eða byrjaðir að leita þér aðstoðar.Þetta veitir hvatningu og getur gefið hagnýtar hugmyndir um hvernig skal taka fyrstu skrefin í átt til bata. 
  • Deildu því hver og hvað styður, hvetur og hjálpar þér ​​​​​​bæði í upphafi bata þínum og í dag. Þetta getur gefið gagnlegar hugmyndir fyrir fólk, sem er í erfiðleikum eða í bataferli, einnig gæti þetta reynst fólki vel sem er að styðja einhvern nákominn sér í svipuðu ferli.

Stutt æfing 1

Skrifaðu 5 hluti sem hafa hjálpað þér í þínu bataferli.

  • Stefndu að því að meirihluti sögunnar snúi að bata(ekki erfiðleikunum) og alltaf skal gæta þess að sagan sé á jákvæðu nótunum.Það er auðvelt að einbeita sér að því að lýsa erfiðum tímum, en mundu að batasögunni er ætlað að skilja eftir von hjá hlustendum. Þegar við bjóðum hlustendum okkar í ferðalag um erfið efni, þurfum við líka að hjálpa þeim að skipta yfir í bjartsýnt hugarfar (eða að minnsta kosti hlutlaust hugarfar). Að enda á jákvæðu nótunum hefur með sér í för góða tilfinningu bæði fyrir sögumanninn og almenning. 

Stutt æfing 2

Skrifaðu tvær mögulegar leiðir til að ljúka batasögu þinni á jákvæðan og hvetjandi hátt. Það getur verið samblanda af reynslu sem litið er á með jákvæðu viðhorfi (t.d. „Ég er mjög ánægður með að hafa lifað þetta tímabil af“, „ég er svo þakklát fyrir að hafa sagt einhverjum frá vandamáli mínu“, „Ég er ánægt með að ég eiga vini sem studdu mig“) og hvers vegna þú valdir að deila sögu þinni (t.d. „mig langaði að deila sögu minni með ykkur í þeirri von að ég geti að minnsta kosti hvatt einhvern til að leita sér aðstoðar fyrr en ég gerði“).

Og nú, hverju ættum við að sleppa að taka fram í batasögu okkar - og hvers vegna?

  • FORÐASTU lýsingar um sjálfsskaða Því miður gæti hlustandi þinn fengið ítarlegri hugmyndir um hvernig hægt er að skaða sjálft sig og þar með prófað það ef þú segir frá hverskonar sjálfskaða þú stundaðir - jafnvel þó þú ætlir ekki að setja það fram á þann hátt.Svo þess vegna skaltu ekki gefa nákvæmar frásagnir um: 
    • Hvernig þú skaðaðir sjálfan þig, 
    • Hvernig þú fórst að sjálfsvígs tilraunum, 
    • Hvers konar átröskunar hegðun þú hefur tileinkað þér, 
    • Hvernig þú faldir sjálfskaðann frá öðru fólki. 

Mikilvægt er að jafnvel þótt þú sért spurður um þessar upplýsingar, ættirðu ekki að deila þeim. Þú getur sagt að það væri ekki skynsamlegt að deila þeim upplýsingum. 

  • EKKI gefa upp punkta til samanburðar,sérstaklega varðandi átraskanir og fíknihegðun. Það gerist auðveldlega þar sem við viljum sýna hversu slæmt ástandið var. En það getur því miður leitt fólk til að bera saman reynslu sína við þína - og líka að ákveða að aðstæður þeirra séu ekki nógu alvarlegar til að leita sér aðstoðar. Mikilvægt er að forðast að nefna: 
    • þyngd
    • hitaeiningar (takmörkum þeirra eða í hvaða magni neytt er) 
    • magn af mat sem borðað er
    • magn af mat sem borðað er
  • EKKI deila batasögu þinni um vímuefnafíkn sem hluta af forvarnarstarfi (sem þýðir - ekki deila henni með fólki sem er ekki að takast á við vímuefnaneyslu eða fíkn). Þetta getur haft öfugar afleiðingar. Ef batasaga þín snýst um að sigrast á fíkn, þá þarftu að vera mjög varkár að velja áhorfendur - og velja að deila ekki þeirri sögu í skólum eða opinberum stöðum. 

Ef vímugjafar gegna hlutverki í batasögu þinni og án þess að minnast á vímugjafann, myndi sagan ekki koma heim og saman - nefndu þau stuttlega og hlutlaust (t.d. „Ég drakk mikið áfengi á þessu tímabili og þá versnuðu vandamálin mín“, „ég var að misnota“ efni og það kveikti líklega geðrofið“). Ef þú þarft að nefna vímugjafana, þá:

  • Ekki nota slangur eða ákveðin lyfjanöfn. Haltu þig við flest hlutlaus hugtök (td. "áfengi", "efni")
  • Ekki fjalla um áfengi og aðra vímugjafa sem vandamálalausn (t.d. „mér leið mjög illa, svo ég byrjaði að drekka“)
  • Ekki lýsa tilfinningunum sem þú fannst þegar þú varst undir áhrifum (t.d. „Ég hafði aldrei fundið fyrir slíkri vellíðan“)
  • Ekki nefna hve mikið magn þú notaðir eða hversu oft. 

Allir fyrri punktar geta því miður virkað sem hvatning eða áskorun til að prófa þá.

  • EKKI gefa nákvæmar lýsingar á algengum kveikjum (e. triggers) hvers kyns ofbeldi eða misnotkun, slys, áföll. Ef þær gegna hlutverki í sögu þinni skaltu hafa í huga fólkið sem hlustar á þig - líklega hafa sumir þeirra upplifað eitthvað í líkingu við slík áföll sjálfir. Til að gæta velferðar þeirra, gefðu viðvörun fyrirfram. Í sögunni skaltu nefna efni eins stuttlega og hlutlaust og mögulegt er.

3.5 Hvernig skal aðlaga sögu sína til mismunandi hópa

Þegar við segjum almenningi batasögur okkar þurfum við alltaf að hafa hlustendur okkar í huga. Til að aðlaga sögu þína að mismunandi hlustendahópum er gagnlegt að einbeita sér að tveimur atriðum: 

  • orðaforðinn - orðin sem við notum, og 
  • umræðuefnin - hvað við fjöllum um.    

Þegar þú undirbýrð þig að deila sögu þinni skaltu hafa í huga hlustendur þína. Hvað eru þau gömul? Hver er reynsla þeirra í lífinu? Eru þeir meðlimir einhverjar starfsstéttar (t.d. kennarar, félagsráðgjafar, læknar)? Hvað getur verið sérstaklega gagnlegt fyrir þá? 

 

Ef þú veist ekki um mikilvæg atriði um hlustendur þína (þeas. aldur, og hvernig þau tengja við umræðuefnið) - reyndu að komast að því fyrirfram, svo þú getir sem best aðlagað sögu þína að þeim hópi. 

 

Varðandi aðlögun á orðaforða er lykilspurningin “er þetta skiljanlegt?” Það er yfirleitt ekki vitlaust að nota einföld orð. Þau eru skiljanleg fyrir flesta hlustendahópa og þurfa þannig að aðlagast mjög litlu.

 

“Einfalt er best” á sérstaklega við þegar við tölum við unglinga, ungmenni eða fólk með þroskahömlun. Ef við erum sjálf mjög vel lesin á einhverju sviði eigum við tilhneigingu að nota mjög flókin eða sérhæfð orð, án þess að taka eftir því! Reynið að vera meðvituð um það og verum vakandi yfir því hvort sagan okkar inniheldur orð sem eru ekki almennilega þekkt í okkar hlustendahóp. Ef þið þurfið endilega að nota þau, reynið að útskýra hvað er átt við um leið og þið notið þau orð. 

 

T.d. þegar háskólanemi er að segja sögu sína fyrir jafningja í námi er að sjálfsögðu hægt að tala um BA ritgerð og fá fram frekar nákvæman skilning. En þegar sami nemandi segir frá sama atriði í grunnskóla er sennilega mun gagnlegra að tala um stóra, mikilvæga ritgerð fyrir háskólan, eða jafnvel bara heimaverkefni.

 

Til þess að aðlaga efnin eru lykil spurningarnar eftirfarandi; “er þetta skiljanlegt” og “getur fólk tengt við þetta?”. Fyrst: Erum við að tala um hluti sem hlustenda hópurinn hefur getu til að skilja? Og annað: Geta þau tengt við sögu mína að einhverju leyti? Jafnvel þótt reynslan sjálf geti verið mjög mismunandi, eru erfiðleikarnir oft tengdir vandamálum eða gildum sem eru algeng hjá flestu fólki - persónuleg tengsl, hvatir, sjálfstraust, viðurkenning osfr. Reynið að leggja áherslu á þessari punkta!

 

Í þessum aðstæðum er gott að nota ímyndunaraflið og reyna að sjá heiminn með þeirra augum. Hvað væri hjálplegt og áhugavert fyrir þau? Þegar talað er til jafningja hafa oft aðferðirnar til að takast á við eða sigrast á erfiðleikum hjálpað mest. Þegar talað er til foreldra, kennara eða annars fólks snýst það oft frekar um hvernig á að taka eftir vandamálum og hvernig á að veita stuðning. Yfirleitt gildir: Þemað sem er mest viðeigandi fyrir einhvern er þemað sem viðkomandi getur notað í sínu daglega lífi. 

Æfing

  • Skrifið reynslusögu sem þið mynduð deila með hóp af 15 ára krökkum.
  • Hugsið síðan hverju þið mynduð breyta ef þið segðu söguna til foreldra þeirra í staðinn.

is_ISIcelandic