Inngangur
Í þessum kafla munum við ræða mikilvægi þess að hugsa vel um mikilvægustu manneskjuna í lífi þínu - þig! Eftir að hafa veitt smá innsýn í hvað sjálfumönnun getur þýtt og hvers vegna það er svo mikilvægt að einblína á vellíðan þína, gefum við þér leiðbeiningar til að meta þarfir þínar og finna leiðir til að koma þeim á framfæri til annarra.
Sem jafningjastuðningsveitandi, er mjög auðvelt að festast í áhyggjum og vandamálum þeirra sem þú ert að hjálpa - og það fólk er líklega ekki það eina í lífi þínu sem þú helgar tíma þínum með - þú átt mögulega líka fjölskyldu, vini, kunningja og samstarfsmenn sem þarf að hlusta á, ráðleggja og stundum veita tilfinningalegan stuðning. Að styðja aðra er eins konar eilíft ferli sem auðvelt er að villast í, en að gefa of mikið af sér getur verið skaðlegt þinni eigin heilsu. Eitt af því dásamlegasta við manneskjuna er þörf okkar til að vera hetja, hjálpa og vera til staðar fyrir fólkið sem hefur villst af leið.
Á sama tíma er mikilvægt að þú gleymir ekki að þú ert líka mannlegur rétt eins og fólkið sem þú gefur tíma þinn og stuðning, þú átt það sama skilið og þú gefur af þér til annarra og ert í eðli þínu verðugur til hvíldar, hjálpar og kærleika.
Það getur verið erfitt að finna tíma fyrir þig þegar það er einhver sem þarf á aðstoð þinni að halda, en að gefa of mikið af sjálfum þér getur leitt til kulnunar og samúðarþreytu, skapað aðstæður þar sem þú þarft að taka þér lengri hlé frá því að vera jafningjastuðningsveitandi, að skilja manneskjuna eftir án einhvers sem hún treystir getur reynst þér erfitt. Að takmarka sjálfan þig og hafa auga með eigin vellíðan gerir þér kleift að verja lengri tíma án þess að valda sjálfum þér eða öðrum, tilfinningalegum skaða. Þegar kemur að jafningjastuðningi: að fara hægt og varlega og sinna þínum eigin þörfum, er leiðin!
8.1 Að meta sjálfs þarfir mínar
Það getur verið mismunandi fyrir fólk hvað felst í sjálfs umhyggju, þar sem við höfum öll okkar eigin áhugamál, óskir og fyrri reynslu. Nokkrar góðar spurningar til að hjálpa þér að finna athafnir sem styðja við tilfinningalega vellíðan þína eru: hvað er það sem raunverulega dregur hugann frá áhyggjum þínum? Hvenær og hvar slaka ég mest á?
Einn mikilvægasti þáttur sjálfsumönnunar er að halda tryggu jafnvægi milli þess að gefa og þiggja - bæði orku og tíma. Því meira sem þú styður og hlustar á aðra, því meira þarftu af hvíld og gæða stund fyrir sjálfan þig.
Fyrir utan athafnir sem endurhlaða þig, hefur þú örugglega aðrar athafnir sem valda þér streitu eða þreyta þig. Í þessari næstu æfingu bjóðum við þér að skrifa nærandi og tætandi athafnir. Til dæmis: að vinna eða svara tölvupósti tekur oft orku á meðan að sofa eða eiga góða stund með vinum gæti gefið þér orku. Síðan á eigin spýtum, mælum við með að þú búir til töflu eða lista svo langt sem hann fer!
Ávinningurinn af svona einfaldri æfingu er sá að ef þú veist hvers konar hlutir þreyta þig, þá er auðveldara að skipuleggja daga þína þannig að þú fáir næga hvíld og jákvætt hugarfar.
Mjög gagnleg aðferð til sjálfsmats er umferðarljósa kerfið, sem hjálpar þér (og vinum þínum, fjölskyldu, sérfræðingum sem vinna með þér ef þú deilir því með þeim) að meta hvort þér gengur vel, ættir að hægja aðeins á þér eða leita aðstoðar:
- Græna ljósið táknar ástand tilfinningalegrar og líkamlegrar vellíðan. Það geta verið minni, hversdagslegir erfiðleikar en einstaklingurinn er aðallega jákvæður og hefur næga orku fyrir bæði skyldu- og tómstundastarf.
- Gula ljósið táknar ástand þar sem einstaklingur starfar, en einnig er að takast á við alvarlegri mál. Hann gæti þurft að hvíla sig oftar, er að upplifa kvíða eða skapsveiflur. Hefur minni orku.
- Rauða ljósið táknar að einstaklingur sé út fyrir öryggissvæði sitt. Í þessu ástandi gæti manneskjan verið illa haldin og fundist hún ekki geta tekist á við óvænta atburði eða erfiðleika. Að vera á rauða ljósinu getur leitt manneskjuna í krísu, berst henni ekki aðstoð í tæka tíð.
Alljärgnevalt toome näite, kuidas valgusfoorisüsteemi kasutada saab.
Tabeli täitmiseks peaks appi kutsuma teise inimese: kui tulbad “Mida mina märkan”, “Mida mina saan teha” ja “Mida teised saavad teha” täidad sina ise, siis tulbas “Mida teised märkavad” saavad vastata näiteks su sõbrad, pereliikmed või tervisespetsialistid, kellega regulaarselt kohtud. Kui tabel on täidetud, võid selle välja printida ja teistega jagada.
Hér er dæmi um hvernig hægt væri að nota umferðarljósa kerfið.
8.2 Að miðla sjálfs þörfum þínum til annarra
Sjálfsumönnun er ekki eitthvað sem einhver ætti að skammast sín fyrir, en stundum getur verið mjög erfitt að koma henni á framfæri við aðra þegar þú þarft að taka þér frí eða gera einhverjar breytingar í vinnunni þinni.
Það eru við nokkrar aðstæður þar sem þú gætir þurft að ræða þetta:
- Þegar kemur að stofnunum, hópum eða samfélögum væri auðveldast að tala um þarfir sínar við inngöngu, hvort sem þær eru þörf fyrir lengra hádegishlé eða samkomulag um að hafa eingöngu samskipti í gegnum textaskilaboð. Ef þú hefur verið hluti af einum slíkum hópi gæti það verið góð hugmynd að auðvelda það samtal þannig að bæði þú og aðrir fái tækifæri til að tala um hvað væri hægt að gera til að þér líði betur. Ef enginn talar um það sem truflar einstaklinginn, breytist ekki neitt.
- Ef það gerist að þú þarft að taka þér frí frá vinnu, stytta vinnutíma eða vinna að heiman, þá er best að vera hreinskilinn og skýr - það er líka betra að láta vinnufélagana vita fyrirfram að þú sért yfirbugaður eða undir miklu álagi, svo þeir geti hjálpað þér að tefja eða forðast kulnun. Reyndu að treysta fólkinu í kringum þig til að geta gert það sem þarf að gera, þegar þú þarft að einbeita þér að sjálfum þér.
- Með vinum og ástvinum getur verið erfitt að deila slíkri berskjöldun, þar sem við viljum náttúrulega ekki að þeir óttist um okkur eða finni fyrir byrðum, en ef þeim þykir vænt um þig, þá vilja þeir örugglega vera til staðar fyrir þig. Það gæti jafnvel verið komið að því að gefa og þiggja aðstoð, þar sem þú hjálpar þeim til dæmis að læra undir próf og þeir hjálpa þér að þrífa heimilið þitt. Að opna sjálfan sig leiðir oft til tengsla upplifunar og betri skilnings hvort á öðru. Þegar boðin er hjálp, í stað þess að segja fyrirgefðu, reyndu að þakka þeim fyrir!
- Að biðja einhvern um að hætta ákveðinni hegðun eða gefa þér pláss, getur verið það erfiðasta fyrir fólkið sem stendur þér næst. Að eiga slíkt samtal við fjölskyldumeðlimi, sérstaklega foreldra, getur verið einstaklega erfitt Ef það virðist vera of erfitt að tala gæti verið góð hugmynd að skrifa þeim eða biðja þá um að hlusta án truflana. Það getur verið erfitt fyrir þá að breyta háttum sínum, en það er vissulega mögulegt.
Setningin „enginn maður er eyja“ á líka við um þig og stundum gætir þú verið sá sem þarfnast stuðnings frá jafningjastuðningsaðila þínum. Það er auðvelt að finna fyrir sektarkennd eða biðjast afsökunar á þeim hlutunum sem þú þarft hjálp við. Áður en þú hlustar og hjálpar öðrum ættir þú að sýna þér umhyggju og vera líta á þig sem þinn besta vin - og koma fram við sjálfan þig sem slíkan!